Íslandsleikur er hugsaður fyrir nemendur í grunnskólum sem vilja auka landafræðikunnáttu sína á skemmtilegan hátt! Hvort sem það er í skólastofunni, heima við eða á ferð um landið!
Í leiknum má finna Fjórðungaþraut þar sem gefinn er bær á Íslandi og notandi á að velja réttan fjórðung. Í Staðaþrautinni sést staður á korti og notandi á að velja réttan bæ úr þeim möguleikum sem koma upp. Auk þess má merkja við þá bæi sem viðkomandi hefur heimsótt og sjá þá á korti.
Enn fremur eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar um bæina, hægt er að skoða íbúafjölda þeirra og sjá nákvæma staðsetningu þeirra á korti.
Íslandsleikur var þróaður af fjórum nemendum í Háskóla Íslands í áfanga um hugbúnaðargerð. Bæjaryfirvöld í þó nokkrum bæjum lögðu til upplýsingar og myndir. Við erum ætíð til í að bæta leikinn og biðjum alla þá sem hafa áhuga á að hjálpa okkur með upplýsingar og myndir að hafa samband! Við viljum líka endilega bæta við fleiri bæjum í framtíðinni.
This version of Íslandsleikur Android App comes with one universal variant which will work on all the Android devices.
If you are looking to download other versions of Íslandsleikur Android App, We have 1 version in our database. Please select one of them below to download.