Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur. Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni eru þrennskonar: Halogen, LED og Flúor.
Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þetta má taka allt saman í lykiltöluna stofn-og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Með reiknivélinni má auðveldlega bera saman þennan ljóstímakostnað sem ætti að liggja á bilinu 0,15- 0,80 kr/klst. Ljóstíminn er sú þjónusta sem neytandi sækist eftir perukaupum og er því alger lykiltala í samanburði á milli tegunda.
Raforkuverðið er 13 kr/kWst, endingatímann má finna á umbúðum ljósperanna og verð á perunum er uppgefið á hillum. Athugið að ekki er gert ráð fyrir fjármagnskostnaði í útreikningum.
Reiknivélin er smíðuð undir Evrópuverkefninu PROMISE sem er styrkt af Intelligent Energy - Europe sjóð (IEE) framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Markmið Promise er að stuðla að orkusparnaði og vitund um orkunýtni á heimilum þátttökulanda.
This version of Ljóstímar Android App comes with one universal variant which will work on all the Android devices.
If you are looking to download other versions of Ljóstímar Android App, We have 1 version in our database. Please select one of them below to download.